ruby logo

Um Okkur

Fyrir um 30 árum komu saman nokkrir ungir menn saman sem allir stunduðu nám við Tennesee háskóla Í Bandaríkjunum.  Saman settu þeir upp hugmynd að veitingastað sem væri engum öðrum líkur. Hugmyndin var að opna fjölskyldu veitingastað þar sem boðið væri uppá góðan mat í einstöku andrúmslofti.

Í dag, 30 árum síðar,  eru tæplega 1.000 Ruby Tuesday veitingastaðir í rekstri um allan heim þó megnið sé að finna í Bandaríkjunum.

Utan Bandaríkjanna má finna Ruby Tuesday í Kanada, Chile, Guam, Grikklandi, Honduras, Hong Kong, Íslandi, Indlandi, Kuwait, Puerto Rico, Rúmeníu, Sádí Arabíu, og  Trinidad. Einnig er unnið að opnun Ruby Tuesday í Egyptalandi, Filipseyjum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ruby Tuesday opnaði á Íslandi 1999 og varð strax meðal vinsælli veitingastaða landsins.  Í dag er Ruby Tuesday á tveimur stöðum í Reykjavík og hefur aldrei verið vinsælli. Markmið Ruby Tuesday er einfalt, að viðskiptavinir okkar njóti afbragðsþjónustu og ljúffengs matar í afslöppuðu andrúmslofti.